Leita í fréttum mbl.is

Jón Sölvi Símonarson

Ágúst 065Já elsku litli drengurinn fékk nafnið Jón Sölvi, í höfuðið á afa sínum og langafa. Mér finnst þetta ægilega fallegt nafn og var einmitt búin að veðja á þetta! Ánægjulegt að ég skyldi hafa þetta rétt þar sem að ég hélt nú að hann væri stelpa þegar hann var í bumbunni á mömmu sinni Smile Er líka ánægð að það skyldi ekki koma eitthvað hallærislegt tískunafn sem barnið myndi líða fyrir þegar það væri orðið fullorðið, en það er auðvitað  ekki Heiðu stíll. Gaman líka að sjá Svavar í gömlu kirkjunni sinni, en þarna á hann auðvitað heima... eða það finnst mér. Við mæðgur fórum bara tvær í skírnina því Heimir er enn lasinn.

Læt eina mynd af okkur vinkonunum fylgja, vantar Ágúst 078bara Rakel, en það er Jóhanna Björg sem heldur á Jóni Sölva. (Magnað að geta kallað hann nafni Smile)

Endilega lesið gullkorn dagsins, það er langt en mikið er það flott.

Gullkorn dagsins:

Gakktu út að kvöldi til, sökktu sjón og huga andartak í djúp næturblámans og glitrandi stjörnugrúann, og finndu til smæðar þinnar. Horfðu inn í augu barns á fyrsta ári þegar það fellur í stafi yfir einhverju sem þér er fyrir löngu farið að þykja hversdagslegt, og minnstu hvað þrátt fyrir alla smæð þína er merkilegt að vera manneskja og ekki strokkur eða steinn. Líttu í kringum þig, á sólskin á hvítum snjó eða dögg á grænu grasi, á skýin og fjöllin eða jafnvel sölnaða móa í haustrigningu, - og hugsaðu þér að á morgun ættirðu að deyja og ljós augna þinna að slokkna fyrir fullt og allt. Mun þér þá ekki finnast sem þú hafir hingað til gengið blindandi um þessa dásamlegu jörð?

Sigurður Nordal

Að lokum er mynd af stoltum föður með son sinn Smile

Ágúst 080


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 733

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband