Leita í fréttum mbl.is

*Pítan*

Þar sem ég veit að þið (allavega Þórey) bíðið afar spennt eftir pítudómnum þá upplýsist það hér og nú að pítan var ekki góð! Hún var ekki heldur vond en góð var hún ekki! Ég hef allavega tekið þá ákvörðun að hætta að versla mat í Egilsbúð, nema pizzur, því þær eru oftast góðar! Pítan var köld en franskarnar góðar. Eftir þrjá bita af minni pítu spurði ég Heimi hvort það væri einhver kjúklingur í hans því ég var aðeins búin að fá grænmeti með brauðinu! Þegar ég var búin með meira en helminginn af pítunni kom kjúklingurinn í ljós og þá var allt grænmeti búið!! Ég er bara búin að gefast upp... ég er hætt þessu og nú geri ég bara mínar pítur sjálf!! Enda geri ég þær góðar Wink Get orðið frekar pirruð þegar maturinn er ekki eins og maður vill hafa hann... já og ef hann er ekki eins og hann á að vera. 

Þegar ég hringdi og pantaði matinn ákvað ég að nota sparitóninn (sem getur verið mjög ógnandi), og sagði farir mínar ekki sléttar og jafnframt að ef maturinn yrði ekki eins og ég vildi hafa hann yrði ég brjáluð!! Drengurinn hinumegin á línunni stamaði bara: já að sjálfsögðu, og einnig fræddi ég hann á því að kjúklingapítur ættu líka að vera með grænmeti! Hefði átt að fræða hann á því að það á að blanda kjúkling og grænmeti saman í pítuna, en ekki hafa það lagskipt!

Ég hef lagt árar í bát og mun ekki nefna pítur aftur á nafn hér á þessu bloggi. Held jafnframt að ég sé að bilast og er dauðhrædd um að mig muni bara dreyma p**** í alla nótt!! Crying

Annað gullkorn dagsins:

Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.

Tómas Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sá matur sem ég pirra mig oftast á er einmitt píta. Þoli ekki hvað fólkið á þessum veitingastöðum er ævintýralega hæfileikalaust. Er hætt að panta pítu núna...nema einstaka sinnum á BK-kjúkling. Geri þetta svo bara sjálf og passa mig á að RAÐA inn í brauðið. 

Smill (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 09:41

2 identicon

bestu pítur sem ég hef smakkað eru á AK-inn á akureyri, ef þú átt leið þar hjá þá mæli ég með stoppi þar. þar er brauðið mjög gott, raðað í píturnar og hæfilega mikið af öllu...nammmi namm..síðasta vetur fórum við stelpurnar örugglega 2x í viku þangað og urðum bara einu sinni fyrir vonbrigðum en þá bara hringdum við og fengum nýja..ekkert mál!

Baddý (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 12:20

3 Smámynd: Úrsúla Manda

Takk fyrir upplýsingarnar Baddý, en málið er að þegar ég á leið um Akureyri að þá fæ ég mér alltaf Subway  Hann er ekki til hér eins og þú veist og ekki er hann heldur til í Danmörku!!

Úrsúla Manda , 15.8.2007 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband