Leita í fréttum mbl.is

Af öllu og engu

Jæja þetta er nú aldeilis búin að vera ljúf helgi. Við fórum í dýragarðinn í gær, sem var auðvitað bara gaman. Alveg elska ég að fara í dýragarða, hef alltaf gert. Gæti alveg setið í heilann dag fyrir framan apana. Ingibjörgu finnst þetta ekki heldur leiðinlegt Smile og er ég búin að heita því að fara með hana í apagarðinn í þýskalandi. þegar við sáum mörgæsirnar rak Ingibjörg upp öskur og hljóðaði "Georg"!! Grin Við ætluðum vitlaus að verða úr hlátri. (þeir sem ekki vita að þá er Georg mörgæsin hjá Íslandsbanka sem var).

Heimir setti upp eldhúsljósið fína sem við keyptum á föstudeginum. Við erum næstum búin að vera hérna í heilt ár og ekki verið með neitt ljós yfir eldhúsborðinu. Höfum alltaf verið að spá í að kaupa en aldrei gert neitt í því fyrr en nú. Kemur svaka vel út og er ég afar ánægð. 

Sept 025Hér er verðandi eiginmaður minn í nýju Bertoni jakkafötunum sínum Cool Hann er ekki ómyndarlegur, það má hann eiga LoL ... og já, hann er MINN!!!! Tounge

Ingibjörg er rétt búin að vera í viku á leikskólanum og er strax komin með hor í nös. Alveg týbískt! Hún hefur ekki verið með neitt í allt sumar! Sem betur fer þolir hún illa að hafa hor, svo hún lætur alltaf vita þegar þarf að snýta henni eða þurrka. Guði sé lof, mér þætti leiðinlegt ef hún væri bara með horið niður undir höku!! Ojbarasta Sick

Heimir er úti að grilla og Ingibjörg að horfa á Söngvaborg. Við munum því borða hreindýr á velupplýstu borði eftir smá, namminamm Wink 

Gullkorn dagsins:

Betra er vel gert en vel sagt.

Benjamín Franklín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ pæ

Já hann er myndalegur þinn fídfíú.

Hún er dugleg litla pæjan að geta farið aðeins frá múttu sinni, ætli aðlögun sumarsins sé ekki að bera árangur ( sem sagt barnapössuni).

Söknum ykkar

Guðlaug (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 18:07

2 identicon

Þetta blogg var bara allt hið notalegasta, toppurinn var eiginmannefnið í jakkafötunum.

Júlía Rós Atladóttir (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 18:47

3 Smámynd: Kristjana Atladóttir

Love your blog, love your post, love your hair, love your style lllloooooveeeeee you.

Stuð í minni á sunnudagskvöldi hehe.

skemmtilegt blogg. 

Kristjana Atladóttir, 9.9.2007 kl. 20:56

4 identicon

Sé á kvittinu hjá Kristjönu að Vogagleðin er að svífa á hana :)

Júlía Rós (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 08:13

5 identicon

Þið fáið hreindýrakjöt jafnoft og aðrir fá sér hakk og spaketí, ekkert slor.

Hrönn (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 15:49

6 identicon

Mjög svo vörpulegur ungur maður hann Heimir ;) Ég væri alveg til í að hafa almennilegan dýragarð hérna á íslandi. Myndi fara oft í hann. Gæti alveg gert eins og þú - setið lengi lengi og bara horft á kvikindin.

Þoka (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 736

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband