Leita í fréttum mbl.is

Versla, versla...

Fór í Fields í dag. Var í H&M í 2 og hálfan klukkutíma, ægilega gaman Smile Ég fór í þeim erindagjörðum að versla afmælisgjafir og annað sem ég tek með mér til Íslands, og að kaupa smotterí fyrir Júlíu Rós. Ég gekk klifjuð út úr Fields, aldrei þessu vant *hóst*. Ég ætlaði ekkert að kaupa á Ingibjörgu,  aðeins að kíkja á útifatnað á hana, en gerði nú gott betur en það. Keypti náttkjól, tvennar buxur, þrenna boli, nærföt, inniskó og fleira í þeim dúr. Manni er bara ekki viðbjargandi þegar þarna inn er komið... það er bara svoleiðis og ekkert við því að gera Whistling En já ég keypti Sept 203sem sagt snjógalla á dömuna sem mamma og pabbi gefa henni. Ægilega fínn galli. Vil jafnframt benda ykkur á það að ég valdi BRÚNAR buxur við úlpuna, en það voru líka til bleikar! Og já ef út í það er farið, að þá var líka til alveg bleik úlpa, en ég valdi þessa í staðinn!! Myndi sko aldeilis segja að ég væri að koma til í (úr) bleika litnum Wink

Síðan ég kom út hef ég ekki dottið niður í neina danska þætti. Öðru hvoru hef ég reyndar horft á Önnu Phil en annars ekkert. En fyrir þremur vikum síðan fylgdist ég með fyrsta þættinum af Vild með dans... og þá er bara ekki aftur snúið. Ferlega skemmtilegir dansþættir þar sem eitt par dettur út í hverjum þætti. Við Ingibjörg fylgjumst með þessu afar spenntar og klöppum vel og lengi eftir hvert dansatriði Smile Mitt uppáhaldspar er handboltastrákurinn og danskonan. Hann er bara eitthvað svo æðislegur!

Ég er að lesa bókina Aldingarðurinn eftir Ólaf Jóhann. Ég var búin að dæma hana glataða áður en ég byrjaði, þar sem þetta eru allt saman smásögur og ekkert tengdar. En annað kom á daginn. Finnst þessi bók alveg ferlega skemmtileg og frábært að maðurinn skuli geta skrifað svona margar góðar stuttar sögur. Ég mæli með henni. Í þeim skrifuðu orðum ætla ég að koma mér í rúmið að lesa.

Gullkorn dagsins:

Jörðin er allt og miklu meira en nóg ef mennirnir kynnu að lifa...

Hannes Pétursson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oooo...hún er svooooo mikil krúttla í nýja snjógallanum sínum sem er btw. ÆÐI!

Smill (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 22:43

2 identicon

Ég er búin að vera alveg veik síðan ég var með þér í símanum í H&M í gær, verðum að fara að smella okkur til ykkar.  Hlakka til að sjá það sem þú keyptir, flottur gallin hennar Ingibjargar. Ómögulegt að eiga bleikar snjóbuxur!

Gott að þér líkar bókin, ég er alveg sammála, fannst hún mjög góð.  Sjáumst um helgina :)

Júlía Rós (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 08:13

3 identicon

Ég er líka alveg dottin inn í Vild med dans. Uppáhöldin mín eru Lay og mia og svo ljóshærða leikkonan (sem var í bleika dressinu um daginn) og Dahlsaard (sem dansar með henni.

Ég skil vel að þú skulir missa þig í H&M. Ef ég ætti stelpu væri ég búin að eyða mun meiru þar. Og það er nú bara hægara sagt en gert að fá ó-bleik föt á stelpur. Það er bara eiginlega allt bleikt.

Jóhanna (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 14:19

4 identicon

Algjör snildargalli á dömuna, algjör skvísa.

Vildi að ég væri á leið suður, til að hitta á þig

Ég þarf einmitt að finna mér eitthvað gott að lesa, það er best að ég kíki á þessa bók

Guðlaug (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband