Leita í fréttum mbl.is

Aðlögun

Jæja nú erum við búin að búa á Nesbakkanum í eina viku og líður svakalega vel Smile Erum reyndar enn að ganga frá og laga til, og svo eigum við eftir að taka kassana ofan af háalofti hérna í Gauksmýrinni og fara í gegnum þá. Erum enn ekki komin með netið og er ekkert víst að það náist fyrir lok næstu viku! Er ekki mikið hress með það. Hlakka til að geta komist á netið og geta lært þegar mér hentar, þurfa ekki alltaf að koma til mömmu og pabba til þess.

Annars byrjar daman í aðlögun á leikskólanum á morgun. Förum í einn klukkutíma í heimsókn og svo lengist það með hverjum deginum þangað til á föstudag að hún verður ein allan tímann. Svona ef það gengur vel hjá okkur Wink Hún er allavegna mjög spennt þegar maður ræðir þetta við hana.

Sónar ekki á morgun heldur hinn Grin og trúið mér, ég fer ekki úr sónarnum fyrr en ég veit kynið!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smilla

æði, verður örugglega voða gaman hjá skvísí að byrja á leikskólanum.

Vá hvað ég skil þig með sónarinn...ekki sjéns að standa upp fyrr en þetta er á hreinu

Smilla, 18.2.2008 kl. 00:41

2 identicon

Bara allt að komast í fastar skorður hjá ykkur, það verður gaman þegar þið farið að kíkja í kassanan af háaloftinu. Hlakka til að heyra hvernig aðlögunin gengur. Þú smellir á mig sms-i eða hringir eftir sónarinn!!

Júlía Rós (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 07:57

3 identicon

Til lukku með allt saman. Frábært að Ingibjörg sé að komast loksins inn á leikskólann. :) Spennandi með sónarinn... :) Gangi ykkur vel.

Anna Kristín (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 19:22

4 Smámynd: Smilla

Jæja, hvað segirðu...engar fréttir?

Smilla, 22.2.2008 kl. 17:00

5 identicon

Frábært að heyra að þið séuð sátt þarna á nýja heimilinu. Skil það vel að það geti verið pirrandi að komast ekki á netið og læra þegar manni hentar. Bara leiðinlegt!
Skvísan á eftir að plumma sig fínt á leikskólanum, það er ég viss um :)

Þetta með sónarinn og kynið já... *hóst*.... Við erum sko búin að snúast í MARGA hringi með þetta! Getum bara ekki ákveðið hvort okkur langar að vita þetta eða ekki og við eigum von á tvíburum!!!
Auðvitað myndi það auðvelda HELLING allan undirbúning, sérstaklega þar sem það er ekki fræðilegur möguleiki að kaupa eitthvað "hlutlaust" hérna. Það er allt bara bleikt eða blátt!
Við erum að fara í 26 vikna sónar á föstudaginn og þá verðum við kannski komin með einhverja niðurstöðu í málinu heheh

Kv. Laufey

Laufey (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 11:41

6 identicon

Sælar skvís

Hvað fer maður ekkert að fá fréttir af sónarnum og fleiru,er farin að sakna bloggs frá þér, kíki hér oft á dag og ekkert gerist.

En annars hlakka til að sjá þig í vikunni og sjá íbúðina þína.

Kveðja Júlía Dröfn

Júlía Dröfn (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 693

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband