Leita í fréttum mbl.is

Brjál!!

Ég er orðin svo pirruð yfir þessu netleysi að ég get varla lýst því! Ég er búin að vera svo pollróleg allan þennan tíma en nú er hinsvegar eitthvað farið að gjósa inni í mér. Ég er semsagt komin í málið (búin að taka það úr höndunum á Heimi) og er búin að vera í beinu sambandi við þá félaga mína í Vodafone, þá Grétar og Garðar. Bæði í gær og í dag. Ég held þeir séu aðeins farnir að hræðast mig, ég er samt ekki farin að láta neitt verulega illa. Guð hjálpi þeim ef það gerist! Heimir fræddi mig nefnilega á því að ég væri svolítið agressív á þessari meðgöngu minni. Svo þeir G og G eiga ekki von á góðu ef ég hleypi öllu frá mér, skal ég ykkur segja. Ég hreinlega skil ekki þennan andskotans drulluhátt, því það er ekki eins og það þurfi að koma maður heim til okkar og vinna í marga klukkutíma. Er nýbúin að segja skilið við Garðar í símann, og hann ætlar enn og aftur að senda beiðni um að þetta verði sett í forgang, og sagðist hann ekki trúa öðru en að þetta kæmi inn í dag! (Yeah right). Þetta er jú tíundi virki dagurinn sem þetta er búið að vera í vinnslu. Devil Og bara til að þið gerið ykkur grein fyrir því hvað ég er brjáluð þá ætla ég að segja/skrifa hér eitt orð sem Þórey hefur mikið dálæti á og ég hef sagt að ég gæti aldrei sagt/skrifað!! Ég ætla rétt að vona að þeir TUSSIST til að koma þessu í lag fyrir helgi!!

Mig langar ekki að segja ykkur neitt annað, það sýður bara svo á mér og þetta NET MÁL á orðið hug minn allann!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smilla

Já, maður gæti haldið að þeir væru að splæsa saman vírum í höndunum. Ég er með ofnæmi fyrir þessum orðum "verður sett í forgang" - BARA sagt til að friða viðskiptavininn....þar til hann hringir aftur.

Smilla, 28.2.2008 kl. 17:15

2 identicon

Almáttugur Úrsúla mín, morgun maturinn stóð í mér þegar ég las þetta. Vona að þú fáir netið í dag, ekki bara þín vegna heldur mín vegna líka svo ég sjái ekki svona færslu frá þér aftur :)

Júlía Rós (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 08:44

3 identicon

Ég er nú ekki svona við kvæm fyrir þessu eins og vinkona þín:) En ertu búin að prófa að fara að gráta í símann. Það virkar stundum. Ég hef samt ekki notað það neitt taktískt heldur er ég bara svo mikil grenjuskjóða að ég missi mig bara. Ef ég verð mjög reið þá er yfirleitt ekki langt í grátinn.

Jóhanna (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 11:26

4 identicon

Nota orðið tussast í símann við þá G & G. Mjög hátt. Öskra síðan mjög móðursýkislega - fara loks að grenja og stynja síðan upp í gegnum grátinn (með vatnshelda maskarann pikkfastan á ) "og ég sem er líka ólétt" !!!!! Skothelt.

Annars er ég nú hjá vodafone og er nýbúin að standa í því að flytja netið einmitt. Mér var sagt í símann að það tæki fimm til sjö virka daga, þannig að ég var alveg róleg. Tók ekki nema þrjá eða fjóra. Það aftur setti hlutina úr skorðum hjá mér, þar sem ég var ekki flutt akkúrat þá.

Getur huggað þig við það að ef þú byggir á spáni - þá gæti þetta tekið einhvern mánuð. Þjónustustigið er rosalegt. Ef það væri eins hjá vodafone hérna á íslandi, þá væri einhver pottþétt búinn að fara og kveikja í fyrirtækinu.

Þoka (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 694

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband