Leita í fréttum mbl.is

Svarið

Mikið var ég nú glöð að sjá að enginn gat svarað prófinu rétt. Ég þarf því ekki að segja skilið við ykkur Smile En hér kemur svarið :

Hún vonaðist til þess að maðurinn kæmi í jarðaför systur sinnar.
Ef þú gast rétt þá hugsaru eins og geðsjúklingur. Þetta próf var gert af
Bandarískum sálfræðing til að athuga hvort fólk hugsi eins og morðingi.
Margir fjöldamorðingjar hafa verið látnir taka þetta próf og svöruðu þeir
allir rétt.
Ef þú hins vegar svaraðir ekki rétt, gott hjá þér og gleður mig að vera
vinur þinn! Ef vinir þínir fá bingó við þessari spurningu, þá mæli ég með
því að þú skiptir um vinahóp og haldir ákveðni fjarlægð frá þeim.

Annars erum við bara tvö hér í kotinu. Ingibjörg gistir hjá ömmu sinni og afa í kvöld. Hún er reyndar búin að vera þar í allann dag líka. Við brunuðum á Reyðarfjörð eftir íþróttaskólann, á námskeið. Ferlega spennandi uppeldisnámskeið. Skemmtum okkur vel í dag og eigum alveg ábyggilega eftir að geta nýtt eitthvað af þessu sem talað var um. Þetta er þriggja daga námskeið og haldið á hálfsmánaðar fresti svo maður getur "æft" hina og þessa taktík fyrir næsta tíma og rætt svo hvernig til tókst Wink Ægilega spennandi.

Arfavitlaust vetrarveður hérna. Ég er alveg agndofa á þessu, held alltaf að síðasta hretið hafi verið það síðasta þennan veturinn. En nei, svo er nú ekki.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smilla

Ég er nú enginn morðingi en þetta svar var nú samt annað af þeim 2 sem mér datt í hug . Meina, það var annað hvort þessi ástæða eða að systirin hefði náð honum á undan.

Ég hefði samt aldrei drepið systur mína - hefði bara ekki verið svona vitlaus...ég væri auðvitað með númerið hans

Smilla, 29.3.2008 kl. 23:37

2 identicon

Hæ hæ

Ertu ekki að grínast fóruð þið á námskeiðið.. Við sátum heima v veðurs :( við förum bara næst... okkur var bannað að fara yfir skarð hrikalega er ég svekt en maður er alltaf að tapa

Kv sigga magga

Sigga Magga (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 14:25

3 Smámynd: Úrsúla Manda

Hmmm Sigurlaug, ætli ég þurfi að endurskoða vináttu mína við þig?!  Ekki líst mér á...

Þú lýgur Sigga!! Veðrið var ekkert voða skemmtilegt þegar við fórum um morguninn, en það var sko betra þegar við fórum yfir þarna um 5 leytið. Samt sagði skiltið að það væri ófært... skil það ekki alveg. En já þið farið bara næst. Þetta er ferlega skemmtilegt!

Úrsúla Manda , 30.3.2008 kl. 15:24

4 Smámynd: Smilla

Ég vil nú meina að þetta sé kallað að vera úrræðagóður.

Smilla, 31.3.2008 kl. 08:30

5 identicon

Varð að segja þér að hann Aðalsteinn bekkjarbróðir þinn var með þetta alveg á hreinu... fékk nú nettan fiðring í magann og var hugsað til allra saganna sem ég hef heyrt af honum sem barni, held að systur hans hafi ekki ósjaldan verið í lífshættu.. kannski er ég ekki eins vel gift og ég held..

Salný (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 698

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband