Leita í fréttum mbl.is

Egg

Opnaði eitt Freyju egg og er búin með innihaldið. Fínasta egg alveg hreint. Við skiptum þessu alltaf bróðurlega á milli okkar, Heimir borðar súkkulaðið og ég innihaldið. Flottur málsháttur sem ég fékk: Sá sem þekkir aðra er lærður, sá sem þekkir sjálfan sig er vitur. Enn á eftir að opna eggið frá Góu og svo eitt frá Nóa og þá er páskaeggjaáti fyrir þetta árið búið.

Heimir lofar mér heilnuddi ef ég kem upp í rúm núna! Ætla því að láta staðar numið hér, læt hann nú ekki bíða eftir mér núna Tounge Ætla svo að halda áfram að lesa í uppeldisbókinni sem við fengum, þ.e.a.s. ef ég verð ekki sofnuð.

Góða nótt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smilla

Ohhh...væri sko alveg til í að eiga eitt Góu egg núna og glætan að ég myndi gefa B. súkkulaðið af því.

Smilla, 9.4.2008 kl. 00:05

2 identicon

Gott að Ingibjörg Ásdís er orðin hress, mín voru veik í viku og það all svakalega. 

Gaman að fylgjast með blogginu þínu, þú mættir nú alveg senda mér nýtt leyniorð svo ég geti nú séð myndir af litlu bombulínunni . (þ.e. þér og já auðvita Ingibjörgu Ásdísi líka)

En, páskaegg, ef þetta er ekki ekta þú þá veit ég ekki hvað.

Jenný (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 12:42

3 identicon

Þessi málsháttur er nú með þeim betri sem ég hef heyrt. Vona að Hermann lesi þetta með heilnuddið :)

Júlía Rós (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband