Leita í fréttum mbl.is

Jamm og já

Skrítið hvað maður getur látið aðra hafa mikil áhrif á sig. Jafnvel fólk sem maður þekkir lítið eða ekki neitt. Þá er ég að meina andlega líðan. Held þið vitið hvað ég meina. Varð fyrir því núna í vikunni og hef verið svolítið hugsi yfir þessu síðan samtalið átti sér stað. Nú hef ég hinsvegar tekið þá ákvörðun að láta þessi manneskju ekki hafa þau völd að geta látið mér líða illa. Ég þarf ekki að umgangast hana, þarf ekki að vera nálægt henni ef ég kýs það ekki og get alveg haldið mínu striki án þess að eiga nokkur samskipti við hana. Held ég geri það Cool 

Við mamma fórum á kaffihúsið í hádeginu í dag. Ferlega gott að borða þar. Hvað haldi þið að ég hafi rekist á á matseðlinum? Jú pítur!! W00t Fékk mér reyndar ekki þar sem ég bjó til pítur í vikunni, en á alveg ábyggilega eftir að fá mér síðar. Mér líður samt mun betur að vita að hægt sé að fá sér pítur hér í bæ. Verst að það skuli ekki vera hægt að fá sér ís úr vél fyrr en eftir sumardaginn fyrsta! Skil það ekki alveg. Þarf semsagt upp í Egilsstaði til að geta fengið mér ís úr vél! Magnað.

Er mikið búin að spá í sundið. Og þar sem ég fer ekki í vinnuna á morgun, er ég alvarlega að spá í að fara í sund eftir að Ingibjörg er farin á leikskólann. Tek það samt fram, er að spá - er ekki búin að ákveða það semsagt. Veit að ef það verður snjókoma á ég örugglega ekki eftir að fara. Merkilegt hvað það getur verið erfitt að drattast af stað eins og það er himneskt þegar maður er kominn á staðinn. Læt ykkur vita á morgun.

En í kvöld er ég sátt við bæði Guð og menn Wink og fer hin ánægðasta uppí rúm (þrátt fyrir hrikalegan brjóstsviða - arghh fann aldrei fyrir þessu með Ingibjörgu). Ætla að lesa uppeldisbókina þar sem ég sofnaði eftir nuddið í gærkvöldi (Hermann ertu að lesa?!) Grin Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smilla

Æji, leiðinlegt svona fólk! En já best að leiða það bara hjá sér...já ég veit...þó það sé erfitt

Hver veit nema þú getir fengið ís á morgun, meina þú fékkst píturnar í gegn

Smilla, 9.4.2008 kl. 23:11

2 identicon

Þetta er einmitt málið, við ráðum ekki hvernig fólk kemur fram við okkur en við ráðum hvaða áhrif við látum það hafa á okkur. Gott hjá þér að taka þennan pól í hæðina!

Júlía Rós (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 08:09

3 identicon

Duglega kona.. held að ég hafi barasta séð bílinn þinn við laugina í morgun svo að ég hygg að úr sundferð hafi orðið!

Auður (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 09:26

4 identicon

Vá hvað ég veit hvað þú meinar! Get tekið hluti sem fólk segir ótrúlega inn á mig, og einmitt oft fólk sem skiptir mann engu máli.. lenti í þessu í síðustu viku.. Ein manneskja sagði eitthvað sem mér fannst mjög óviðeigandi og það hálf eyðilagði fyrir mér hálfan dag.. en svo ákvað ég bara að maður þarf ekkert að umgangast svona fólk og að sumir eru greinilega bara heimskari en aðrir:)

Er bara svo sæl og glöð með mitt og þá þýðir ekkert að láta eitthvað svona skemma fyrir sér:)

 En sammála þér með sundið, maður ætti að drífa sig, það er svo hressandi:)

Ragna (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 18:45

5 identicon

Úrsúla...váá hvað ég er svipuð og þú með þessar pítur og ís í vél. Spurning hvort að við tökum okkur ekki bara rúnt upp í egst til að fá okkur ís ;)

Og með sundið...mig langar einmitt að fara að byrja. Það vantar svoldið óléttuleikfimi í bæinn til að halda okkur í fínu formi hehe :)

Hafðu það gott..ég held að ég þurfi að fara að kíkja á þig í nesbakka og sjá hvernig fer um ykkur :)

Jóka Smára (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 695

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband