Leita í fréttum mbl.is

...

Þá er Ingibjörg búin að fá sína fyrstu ælupest. Hún byrjaði aðfaranótt laugardags og stóð yfir í sólarhring. Greyið litla, ég vorkenndi henni svo hræðilega. Hún stóð sig nú samt alveg eins og hetja, sagði eftir hvert skipti - Ojbara, ég ekki æla meira. Já hún er dama Wink Ég hélt svo í morgun að ég væri að fá eitthvað en Guði sé lof, svo var ekki. Er ekki að sjá það fyrir mér að vera ólétt með ælupest! Get bara ekki ímyndað mér að það sé yfir höfuð hægt. En Ingibjörg var svo bara með hressasta móti í dag svo hún virðist vera búin að ná sér. Finnst samt verst að það litla hold sem hún var búin að ná utan um kroppinn eftir hlaupabóluveikindin, eru fokin út í veður og vind og sennilega meira til. En svona er þetta bara, hún verður sjálfsagt seint kölluð bolla.

Ég náði að skila þessu hrikalega leiðinlega verkefni á réttum tíma og er nú byrjuð að einbeita mér að leiðarbókinni sem ég þarf að setja í póst á miðvikudag. Held að það náist alveg... eða það verður bara að nást - sem og það gerir.

Ég pantaði nýja Flexa rúmið hennar Ingibjargar á föstudaginn. Vona að það komi á morgun, það átti að fara af stað á föstudeginum. Jii ég er svo spennt Happy Vona að hún fari þá að sofa ALLA nóttina í sínu rúmi. Annars verður bara að taka á því máli... eða, Heimir verður að taka á því. Held ég meiki það ekki.

Júlía Rós benti mér á athyglisverða bók um daginn. Hún heitir Rimlar hugans eftir Einar Má. Er mjög spennt fyrir henni og ætla mér að lesa hana þegar ég verð búin í skólanum um miðjan maí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef prófað að vera með ælupest á meðgöngu og það er algjört he..... og ekki bætti úr skák að öll fjölskyldan var ælandi. Barnið í maganum gekk upp og niður, ekki hægt að lýsa þessu.

Ég er búin með bókina Rimlar hugans og hún hélt alveg, áhugaverð lesning.

Júlía Rós (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 696

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband