Leita í fréttum mbl.is

Sveitalíf

Þið eruð nú engan veginn að styðja mig í þessari kattarákvörðun sko!! Svei mér þá Tounge Takk samt fyrir commentin og auðvitað er ég meiri hundakona en kattakona, hef alltaf verið og það breytist örugglega aldrei. Við Heimir erum sammála því að við ætlum að fá okkur hund. Ekki strax samt. Það er ekki möguleiki að við fáum okkur smáhund, erum hvorug spennt fyrir því, svo það yrði annað hvort Golden Retriver (ég vil svoleiðis) eða Labrador (Heimir vill svoleiðis - mér finnst Golden bara fallegri). Ég veit líka að þó ég "gefi" Ingibjörgu eitthvað dýr, þá lendir það auðvitað á mér að hugsa um það. Og eins og staðan er í dag þá veit ég líka að ef við myndum fá okkur hund þá myndi öll vinnan lenda á mér því Heimir er jú ekki mikið heima við sökum vinnu. Og ég er bara ekki að nenna því núna. Og eins og "sumir" bentu á þá held ég að ég yrði ekkert rosalega góður hundauppalandi Wink væri svona meira í því að knúsa og kela við hundinn. Svo ég hugsaði með mér að köttur væri ágætis lausn þangað til! Ég hlýt að geta átt kött eins og allir aðrir. Ég átti nú páfagauk fyrir nokkrum árum og það gekk svona líka vel upp! Heimir stakk upp á kanínu. Hún gæti þá verið úti á svölum. Æji nei ég er ekki alveg til í það, ekkert hægt að knúsast neitt með hana... og líka vond lykt af henni. En já ég ætla að pæla aðeins meira í þessu. Endilega dælið í mig skemmtilegum upplýsingum!

Það var ekki skemmtileg upphringing sem ég fékk um 11 leytið í morgun. Það var verið að fara með Ingibjörgu upp á spítala þar sem hún hefði dottið á hjóli í leikskólanum. Hún væri með skurð á enninu og eitthvað meira til. Ætla ekki að segja ykkur hvað mér brá! Það þurfti sem betur fer ekki að sauma hana, skurðurinn var bara klemmdur aftur. Svo virðast tennurnar nánast hafa farið í gegn um holdið og hún er hrufluð á hökunni og undir henni. Greyið litla. En hún stóð sig eins og hetja og er bara hress.

Seinnipartinn í dag fórum við ásamt mömmu inn á Skorrastað og fengum að kíkja á dýrin. Sáum nýfædd lömb, hest og folald sem kom í heiminn 1. maí, belju og kálf, hænur og hænuunga, og svo auðvitað hund og ketti. Ægilega gaman. Fékk alveg fiðringinn þegar ég hélt á litlu lambi, held ég hafi ekki haldið á lambi síðan afi átti kindurnar. Ingibjörg var alveg í skýjunum og sagði í gríð og erg að lambið væri með krullur "alleg eins og amma" Grin Frekar fyndið. Svo fékk hún að fara á bak á hestinum, og það leiddist henni sko ekki. Ægilega skemmtileg sveitaferð svona í tilefni dagsins Smile

Ætla í vinnuna í fyrramálið og næsta dag og svo ekkert meira fyrr en eftir 16. maí þegar prófið er búið. En nú er það Sjortarinn fyrir svefninn LoL (hrikalega er ég fyndin!)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Hafðu samband við Dagfinn dýralækni og fáðu hjá honum ráð. Þú veist ekkert í þinn haus varðandi ketti. Hugsanlega um hunda. En verður ekki nóg að vera með tvö börn?

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 5.5.2008 kl. 23:56

2 Smámynd: Smilla

Ohhhh...hræðilegt að detta svona...sendum henni risa netknús fyrir að vera svona dugleg.

Mér finnst bara ekkert vitlaust að fá kött, það er nú minnsta málið. Sé þig alveg fyrir mér með kisu að skottast í kringum þig. Held að það sé meira mál að fá sér hund og þá sérstaklega með nýtt barn.
Eins fyrst þú gast átt þennan brjálaða páfagauk...tjahh, já þá geturðu sko átt kött. Maður gerir nú margt vitlausara í lífinu en að fá sér dýr "fyrir börnin". 

Ég hélt að ég myndi seint fá mér hamstur og hvað þá dverghamstur - gerði það samt "fyrir börnin". Þegar hún svo dó þá sá ég eiginlega mest eftir henni...þrátt fyrir að hafa argast nokkrum sinnum út í þrifin á búrinu...

Ég ætla að vera stuðningsmaður kisunnar og panta að fá að heimsækja köttinn ef þú lætur verða af þessu....já og ykkur hin líka thíhí...

Smilla, 6.5.2008 kl. 02:45

3 Smámynd: Smilla

Jiii, ég fann æðis handa þér, nú getur kisa verið í stíl við skvísuna þína - allt bleikt...að sjálfsögðu

Smelltu hér

Smilla, 6.5.2008 kl. 03:01

4 Smámynd: Úrsúla Manda

Get ekki ímyndað mér að ég þurfi mikla vitneskju varðandi innikött! Bara gefa honum að eta og knúsa hann 

TAKK Sigurlaug!! Þá á ég allavega einn stuðningsmann  Og já, ef það, að ég fengi mér kött yrði til þess að þú færir í gegnum Oddskarðsgöngin til að koma, þá fæ ég mér kött í dag!!

Úrsúla Manda , 6.5.2008 kl. 08:40

5 identicon

Ég styð kött, heilshugar. Þeir eru bara góðir. Líði þér vel. Kveðja frá Hornafirði.

Guðlaug Hestnes (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 23:51

6 identicon

Mæli með kisu handa Ingibjörgu, veit ekki með þig :)

Júlía (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband