Leita í fréttum mbl.is

Bongóblíða

Hef svo sem lítið að segja ykkur. Búið að vera þvílíkt gott veður í dag, klukkan 8 í morgun þegar ég dró upp og leit á hitamælinn sýndi hann 16 stig í forsælu! Enda er búið að vera heitt í dag. Ég hef samt lítið fundið fyrir því þar sem ég er búin að verja deginum inni að gera verkefni! Arghh... en allt tekur þetta enda Wink

Maí 246Verð að sýna ykkur þessa mynd. Leó er nú bara eins og einn af böngsunum þarna. Ingibjörgu finnst þetta ÆÐI og áður en hún sofnaði heyrði ég flissið í henni hingað fram, þá var hún að strjúka honum og knúsa hann Grin Nóttin gekk vel hjá Leó blessuðum og var hann ekkert vælandi. Þegar ég fór fram á klósettið í nótt svaf hann í sófanum og þegar við komum fram í morgun kom hann fram úr þvottahúsinu. Ég setti bælið hans þangað inn í gærkvöldi en ég veit ekkert hvort hann hefur sofið í því, kannski hefur hann bara verið að fá sér að borða. Þyrfti eiginlega að setja upp myndavélar hér yfir næturnar til að fylgjast með ferðum hans. 

Allt kom vel út úr sónarnum. Það er nóg legvatn og sagði Hildur að það væri sjálfsagt þess vegna sem ég fyndi svona VEL fyrir öllum hreyfingum. Ég var farin að ímynda mér að barnið væri eitthvað huge þar sem ég finn miklu meiri hreyfingar núna en þegar ég gekk með InMaí 243gibjörgu. En sennilega er vatnið orsökin Smile En alltaf svo gaman að fara í sónar og sjá litlu mannveruna sem er að dafna inní manni.

Feðginin fóru í göngu upp í fjall núna seinnipartinn í blíðunni. Sæt mynd af þeim.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að allt kom vel út úr sónar og skoðun, til hamingju með það.

Leó er flott nafn á kisa og yndislegt að sjá þau þarna saman.

Gangi þér vel í skólanum og blessuð vertu, þú nærð góðu veðri í sumar...ég skal næstum lofa þér því:)

Svanfríður (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 13:34

2 identicon

Til hamingju með köttinn. Þau eru sæt saman.

Steinunn Þóra (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 15:25

3 Smámynd: Þóra Elísabet Valgeirsdóttir

Innilega til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn. Hann er algjört æði! Við fengum okkur kött í fyrra og því miður þurfti hún að fara á annað heimili því að Elísabet fékk svo mikið ofnæmi Það var mikil sorg!

Kærar kveðjur efst úr Nesbakkanum. 

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 28.5.2008 kl. 17:39

4 Smámynd: Úrsúla Manda

Ohh já það er hrikalega erfitt þegar það uppgötvast ofnæmi. Gæti ekki hugsað mér að þurfa að skila kettinum!

Takk Svanfríður, ég sagði nú samt í gær við Heimi að þegar ég yrði loksins búin með verkefnin þá yrði sumarið búið!

Úrsúla Manda , 29.5.2008 kl. 09:25

5 Smámynd: María Katrín Jónsdóttir Ármann

Ókey verð að viðurkenna kisinn er sætur Til hamingju með hann

Kv María Katrín 

María Katrín Jónsdóttir Ármann, 3.6.2008 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 706

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband