Leita í fréttum mbl.is

Today is the day!

Eða ekki! En allavega, það er kominn 10. júlí sem er settur dagur og ég því komin 40 vikur á leið. Það er nú allt með kyrrum kjörum og virðist barnið vera afar sátt við sig þarna inni. Fer í skoðun á morgun og þá erum við að spá í að hreyfa við belgnum, ath hvort það hafi eitthvað að segja. Það var nú reyndar gert tvisvar ef ekki þrisvar þegar ég var ófrísk af Ingibjörgu og ekkert gerðist. En nú set ég stefnuna á laugardaginn en þá á amma afmæli Wink Annars er ég nú alveg ótrúlega róleg yfir þessu, það er einna helst Heimir sem er eitthvað óþolinmóður - svoleiðis var það líka síðast, ég alveg pollróleg á 42. viku en hann alveg að tapa gleðinni Grin 

Ég sé fjallið! Já þið vitið hvað það þýðir - það er ekki þoka!! Ekki samt að það sé nein blíða, en guð hvað það munar þegar þokan liggur ekki alveg við sjóinn og maður sér ekki neitt. Er búin að hengja út þvott og ætla ég að vona að hann hangi þurr í dag.

Er að lesa Rimlar hugans. Finnst hún svolítið skrítin en ég ætla að klára hana, er hálfnuð. Mér finnst hún góð, en þetta er í svona bréfastíl og hún er sérstök. En svo er ég mikið að spá í það hvort hún sé sönn? Sennilega bæði bara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég stolt af þér að vera þolinmóð:) það væri ég líklega ekki..hehe var að springa úr óþolinmæði um daginn en er að róast aftur.. það þýðir víst ekkert að byrja að bíða núna það eru örugglega allavega 5-7vikur eftir hér:) gekk með Patta í 41 og hálfa viku..

 Gangi þér rosalega vel, þú ert svo dugleg og jákvæð:)

kv, Ragna 35v

Ragna (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 12:21

2 identicon

Jæja..loksins kom blogg. Ég er búin að vera fastagestur 10 sinnum á dag frá 6 júlí :)

Vinkona mín átti strák í nótt, 10 merkur - komin 34 vikur - var sett af stað vegna meðgöngueitrunar.

Ég held að þú verðir búin að eiga fyrir helgi eða þá að þetta gerist um helgina :)
Gangi ykkur allavegana vel. Ég held áfram að fylgjast með :)

Kveðja að norðan,
Jóhanna Smára

Jóka (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 14:05

3 Smámynd: Hrafnhildur Þórarinsdóttir

Gangi þér vel með rembinginn .. Ég skal hugsa fallega til þín á laugardaginn, þá verð ég á hliðarlínunni með afskiptarembing .. Þekki ekki þennan venjulega 

Hrafnhildur Þórarinsdóttir, 10.7.2008 kl. 14:35

4 identicon

Hæ pæ.

Bara að tékka

Við ætlum að fresta afmælinu hennar Nönnu þar til ??? 

Þú verður orðin tveggja barna móðir um helgina, spái ég

kv. Guðlaug 

Gudlaug (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 20:45

5 identicon

ÉG skal senda þér eitthvað af öllum þrumunum og eldingunum sem dynja hér yfir okkur núna því þá kannski hræðum við barnið bara út? Nei, nei, það kemur af sjálfu sér og allt mun ganga vel:) Hugsa til þín.

Svanfríður (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 698

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband