Leita í fréttum mbl.is

Haustið komið

Jedúdda mía finnst ykkur síðan mín ekki orðin fín?! Svakalega er ég ánægð með hana Smile gaman að breyta svona aðeins til.

Haustið er komið. Er alveg með það á hreinu. Reyndar búið að vera fallegt veður í dag, en það er kominn svona hryssingur í loftið. Týbískt haust. 

Heimir kom til landsins í kvöld, alsæll með þessa ævintýraferð til Grænlands. Ég hlakka til að sjá myndir og heyra sögur. Ég flutti nú bara yfir í Gauksmýrina á meðan og er þar enn! Er búin að vera í góðu yfirlæti hjá mömmu og pabba með börnin. Ætli ég lufsist nú ekki heim til mín á morgun, eða alla vega annað kvöld svo að Heimir komi ekki að tómu rúminu Tounge

Það styttist í skírnina. Mér sem fannst þetta eitthvað svo hrikalega langur tími sem barnið yrði nafnlaust, er nú bara að verða liðinn. Mikið hlakka ég til.

Handboltahetjurnar koma heim á morgun. Ég ætla sko að horfa á útsendinguna frá A-Ö, verst að vera ekki á staðnum. Mikið væri það nú gaman.

En jæja, ætla að fara að sofa. Ingibjörg sefur vært í afa rúmi (þar sem hann er farinn út á sjó), mamma komin upp í til hennar og við drengurinn hreiðrum um okkur inni í mínu herbergi. Bara notalegt Heart Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er farið að vera haust í lofti, sérstaklega þegar maður fer út snemma á morgnana.

Voða ljúft að nota ömmurnar, svo gott að fá hjálp frá þeim, gerir allt svo miklu auðveldara í hversdagsleikanum. Vildi óska að mín mamma væri mér nær...eða að það væru allavega göng á milli staðanna!

Hlakka til að heyra nafnið...

Heiða Árna (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 08:23

2 identicon

Ég var í fánalitunum! Bláum buxum, hvítum bol og rauðum jakka. Mikið var þetta flott móttaka.

Elma (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 21:46

3 identicon

Já og þú fékkst að sjá hann Kristján þinn í útsendingunni :) Heyrumst í næstu viku!

Júlía Rós (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 684

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband