Leita í fréttum mbl.is

Ruslatunnur

Ruslakarlarnir (man ekki annað orð yfir þá sem eru á ruslabílnum) eru alveg að gera mig vitlausa þessar vikurnar. Það virðist vera eitthvað nýtt hjá þeim að snúa ruslatunnunum ÖFUGUM! Þannig að lokið snýr aftur þegar maður ætlar að opna tunnuna - ekki fram, ef þið skiljið mig. Ég bara þoli þetta ekki! Get ekki ímyndað mér ástæðuna, þetta var aldrei svona. Kannski er einhver nýbyrjaður sem nennir ekki að snúa tunnunum rétt, eða veit hreinlega ekki að þær eiga að snúa hinsegin. Veit það ekki. Það er ekki séns í helv.. að ég snúi tunnunni við því mér er meinilla við ruslatunnur. Eitt það leiðinlegasta sem ég geri er að fara út með ruslið, og ég stoppa aldrei lengi við tunnuna. Finnst þetta ógeðslegt og býst alltaf við að eitthvað spretti upp úr tunnunni þegar ég opna hana. En já svona er það nú - er semsagt með tunnufóbíu, og hvað þá ef þær snúa öfugt Wink

Þá er ég búin að koma þessu frá mér. Ætla að fara að prjóna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Vertu ekki að mæðast við okkur sem lesum bloggið þitt, hringdu í þjónustufulltrúann hjá bænum og kvartaðu. Ég hef séð þá smella tunnunum inn í kassann og þeir nenna ekki að snúa þeim. Þetta er gert í akkorði! Eru ekki örugglega 56 dagar til jóla?

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 29.10.2008 kl. 23:02

2 Smámynd: Smilla

Spurning um að sitja fyrir þeim næst og hella sér yfir þá

Smilla, 29.10.2008 kl. 23:45

3 identicon

Veist það fröken Úrsúla Manda þú ert nú bara einhver sú al-fyndnasta.... En ég skil þig vel yfir ruslatunnunni mér finnst þær jafn ógeðslegar og klósett, sérstaklega almenningsklósett

Gaman að þú sért húkkt á feisinu, ég sagði þér að þetta væri gaman..., en þetta er líka algjör tímaþjófur... en bara gaman..

Hafðu það gott og reyndur nú að ná þessum köllum næst þegar þeir eiga leið hjá...

Jenný (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 01:21

4 identicon

Úrsúla mín, hér er ruslið nú ekki tekið nema að maður fari sjálfur með tunnuna út á götu OG..... það eru þrjár tunnur fyrir hvert hús og tekið á mismunandi tímun (o:  Ég þarf stundum að finna lykt úr annarra manna rusli svo ég vorkenni þér barasta ekki neitt

Hrönn H (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 20:31

5 identicon

Þú ert greinilega í algjöru rusli !!!!

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 709

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband