Leita í fréttum mbl.is

Skreytingar

Þá er ég orðin einsömul. Já eða svona fyrir utan blessuð börnin. Heimir fór frá mér í morgun - kemur aftur á laugardaginn. Hann er á námskeiðum og að vinna í borg óttans. Öfunda hann svolítið, því nú hef ég allt í einu þörf fyrir að skreppa í borgina. Langar óskaplega í jóladótið í Ikea og í nokkrar útvaldar búðir. Get þó sent Heimi í einhverjar búðir en ég treysti honum ekki fyrir Ikea! Bara ekki að ræða það.

Ég var að spá hvort ég væri eitthvað óeðlileg í sambandi við þessa jólaspennu. Ég veit þó um nokkra sem eru álíka spenntir og ég. Mér finnst ekkert eðlilegra en að vera orðin spennt í október, en sumir telja það bilun. Skil það ekki. Svo skil ég ekki heldur af hverju það "má ekki" setja upp seríur fyrr en fyrsta í aðventu. Sumir halda fast í þessa reglu. Það geri ég hins vegar ekki! Þurfti að sitja á mér í dag að fara ekki niður í bílskúr og sækja seríurnar, það hefði verið voða ljúft, losna þá við suðið í Heimi að ég væri að setja þetta upp allt of snemma! Ég er búin að ákveða að ég ætla að skreyta jólatréð líka snemma. Ekki á Þorláksmessu, heldur fyrr. Við gerðum það í Danmörku og fannst það æði. Af hverju ekki að njóta ljóssins og fegurðinnar á þessum dimmu dögum? Það er aldrei of snemmt að skreyta!

Þá er jólapistill vikunnar frá Smile Kosningarnar í USA á fullu, Obama hlýtur að hafa þetta. Ætla að kíkja aaaðeins (lesist a.m.k. 2 tímar) á facebookið áður en ég fer að sofa. God nat!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er einmitt á leiðinni í IKEA um helgina....get ekki beðið!

Mér finnst að Íslendingar ættu að sameinast um það að skreyta snemma svona í tilefni ástandsins. Fólk hefur bara gott af því að njóta birtunnar lengur þegar allt er svona svart í þjóðfélaginu og mikil óvissa. Getum við ekki sent af stað fjöldapóst vegna þessa? ;)

Heiða Árna (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 08:49

2 identicon

Alveg er ég hjartanlega sammála þér..........og Heiðu hérna á undan .

Lýsa upp skammdegið, af hverju má það ekki og hver setti allar þessar óskrifuðu reglur um uppsetningu jólaskrauts? Það tekur nú engann smá tíma fyrir suma að setja þetta upp (t.d múttu mína) af því að það er til svooooo mikið af fallegu jóladóti og af hverju má þá ekki njóta þess leeeeennnngggggi.

Gerðu þetta nákvæmlega eins og ÞÚ vilt . Ég ætla hins vegar ekki að setja upp neitt hjá mér, enda fer ég að heiman 12. des. Sagði samt við Sigga um daginn hvort við ættum nú ekki að setja upp einhverjar seríur...............til hvers???? Til að hafa slökkt á þeim öll jólin .

Jólin eru æðisleg!!!

Kærar jólakveðjur heim á Nesk.

Svava Rós (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 08:57

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Elskan mín. endilega settu upp jólaljósin. Ekki gleyma gluggunum að norðan svo ég njóti þeirra líka.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 5.11.2008 kl. 11:27

4 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Svava Rós, Maður segir í Neskaupstað. Það er eins og að fara í kaupstað. Jólakveðja.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 5.11.2008 kl. 11:28

5 identicon

Það skákar engum þér í jólastússi....  Nú ætla ég að gera hlé að lesa bloggið þitt, byrja bara aftur í lok nóv. þegar ég vil fara í jólastuð... þá er ekkert betra en að kíkja á þig.

Þú ert hið eina sanna "Litla jólabar"

Knús

Jenný (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 12:14

6 identicon

Ég skil þig svo vel. Það eru engar reglur um jólaskraut þannig að þú heldur bara þínu striki. Þú verður auðvitað bara búin að skreyta þegar Heimir kemur heim. Sjálf ætla ég nú bara að bíða þar til í lok nóvember.

Ég ætla líka að kaupa jólatré og skreyta snemma því ég vil njóta skreytinganna áður en við förum til Íslands í jólafrí. Og ég ætla sko að hafa sérstaklega fallegt þessi jólin þar sem þau síðustu voru algjörlega í klessu og engar skreytingar, bara drasl út um allt.

Jóhanna (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 13:46

7 identicon

Úps......SORRY......ég veit þetta sko alveg.......ég hef bara verið að hugsa svo mikið um jólin......... þetta var bara smá innsláttarvilla  

Svava Rós (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 19:06

8 identicon

Sko það er nú bara nauðsyn að setja jólaljósin þegar maður vill og fyrr því betra. Ekki segja neinum en ég hlustaði á nokkur jólalög í október og fann ekkert að því enda hverjum kemur það við. Ætla helst að setja upp seríur fyrir mánaðarmót ef námsefnið verður ekki búið að drekkja mér. Bestu kveðjur Hólmfríður

HólmfríðurJóns (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 20:31

9 identicon

Ohh hvað ég skil þig vel, er að farast ur spenningi. Ljósin mín verða sko komin upp á næstu 2 vikum, ætla að gera þetta í kringum 20. nóv, ef ég verð ekki búin fyrr.

Brynja (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 18:52

10 identicon

skil þig mjög vel með jólin! við skreyttum allt húsið, settum upp seríur, hlustuðum á jólalög á meðan við máluðum piparkökur og borðuðum þær um miðjan nóvember í fyrra:) Og við keyptum og skreyttum jólatréð 19.des! en það gerðum við af því að Patti var að fara til pabba síns og við vildum eiga míní-jól með honum áður en hann fór:)

endilega lýsa upp skammdegið, ég þoli ekki þennan dimmasta tíma!

Ragna (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 713

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband