Leita í fréttum mbl.is

Ekki er öll vitleysan eins :)

Nú er ég hætt að læra og var að fara inn í rúm, þegar ég ákvað að skella mér aðeins á facebook. Nema hvað, þar rakst ég á auglýsingu frá barnaverslun. Ég klikka á linkinn og fer eitthvað að skoða og rekst þá á þetta orð: Typpahattar! W00t Ég get svo svarið það. Ég hugsaði bara, okey, HVAÐ er þetta?? Og útskýringarnar eru meðal annars: koma í veg fyrir óvæntan glaðning á skiptiborðinu, skyldueign fyrir alla strákaforeldra. Jájá - Ég er búin að eiga Ármann í næstum því 5 mánuði og við höfum alveg plummað okkur fínt án typpahatta!! Þó hann spræni nú stundum útí loftið. En það eru semsagt 5 typpahattar í hverjum pakka og það er hægt að fá þá í allskonar litum og með munstri!! Sideways Þið eruð að grínast í mér! Nei ég held að við þurfum ekki typpahatta hér á þessum bæ.

Jæja þetta var ágætis skemmtun svona fyrir svefninn. Góða nótt LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahahah já þetta er alveg magnað. Alveg svona bráðnauðsynlegur óþarfi. Ég einmitt frétti af þessu þegar Árni Veigar var orðinn nokkurra mánaða, og ég hugsaði einmitt að það hefði nú verið ágætt að hafa svona hatt í einhver skipti þegar hann sprænaði út í loftið. En ég hefði aldrei keypt svona - alveg hámark góðærisins að framleiða typpahatta!

Heiða Árna (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 09:27

2 identicon

Alveg nauðsynlegt - ég á svona :)

Júlía (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 14:04

3 Smámynd: Úrsúla Manda

Andsk... vitleysa Júlía!  Typpahattar! Ég er enn að hlægja af þessu. Ég hugsa að ef ég ætti svona þá myndi ég öruggleg gleyma því að nota þá, glætan að ég færi að skella þessu á typpið á drengnum. Þetta er auðvitað alveg hrikalega fyndið!

Úrsúla Manda , 5.12.2008 kl. 14:20

4 Smámynd: Smilla

Úfff...don´t get me started. Ef það er hægt að sækja þetta í hvert skipti sem maður skiptir á barninu þá held ég að maður geti nú alveg sótt pappír til að þurrka upp EEEEF barnið pissar...

Smilla, 5.12.2008 kl. 15:45

5 identicon

Vá!

Hrönn H (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 23:10

6 identicon

Wahahah! ég hló svo mikið að ég fékk einhvern krampa á lyklaborðinu TYPPAHATTAR!! 

Hrönn H (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 23:11

7 Smámynd: Úrsúla Manda

Ég veit það Hrönn!! Þetta er bara fyndið sko

Úrsúla Manda , 6.12.2008 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 710

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband