Leita í fréttum mbl.is

2009

Gleðilegt árið kæru vinir. 

Við áttum fín áramót. Borðuðum hjá mömmu og pabba, fórum á brennuna og svo hingað heim til okkar. Nú var brennan haldin upp í fjalli fyrir ofan hjá mömmu og pabba, og var það alveg frábært. Miklu betra en inn á sandi þar sem hún hefur verið. Vona að þetta fyrirkomulag sé komið til að vera.

Ingibjörg sofnaði um 11 leytið svo hún missti af öllum herlegheitunum. Það var engin leið að vekja hana. Mér fannst það nú svolítið leiðinlegt, en það koma önnur áramót eftir þessi. Við kveiktum á blysum og einhverju dóti núna í kvöld með henni, svo hún fékk bara sín sér-áramót Smile

Áramótaskaupið fannst mér fínt. Fannst leikarahópurinn frábær! 

Afmælisdagurinn hans Heimis var í gær og var hann lukkulegur með hann. Höfðum smá kaffi fyrir mömmu og pabba, ömmu og afa. Ætli það verði svo ekki eitthvað stærra að ári liðnu Wink

Ég er strax farið að hlakka til næstu jóla. Ætli það teljist eðlilegt? Mér finnst það. Er meira að segja farin að spá í jólagjafirnar og er búin að ákveða nokkrar Sideways

Ætla að prjóna og horfa á eitthvað skemmtilegt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smilla

Guð hvað ég er fegin að þekkja þig, var einmitt með hálfgerðan móral í dag yfir að vera farin að spá í jólagjafahugmyndum fyrir næstu jól 

Smilla, 2.1.2009 kl. 00:29

2 identicon

Gleðilegt ár sömuleiðis...sammála með skaupið, mjög fínt :)

Heiða Árna (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 707

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband