Leita í fréttum mbl.is

Helgin

Fín helgi hjá okkur að baki. Á morgun tekur svo það hversdagslega við - Heimir í vinnuna, Ingibjörg í leikskólann og við Ármann Snær sofum fram að hádegi Tounge Nei kannski ekki alveg. Ingibjörg er búin að vera í fríi síðan fyrir jól svo það verður fróðlegt að vita hvernig hún tekur því að fara á leikskólann aftur. Hún virtist nú ansi spennt áðan þegar við vorum að ræða þetta en svo er spurning hvort hún renni á rassgatið þegar hún verður skilin eftir. En það þarf ekkert að vera - þó mig gruni það.

Ég tók mig til í dag og pakkaði ÖLLU jólaskrautinu niður. Þ.e.a.s. öllu nema seríunum. Ætlaði nú bara að taka niður jólatréð en svo bara gat ég ekki stoppað! En það verður gaman að taka þetta allt saman upp aftur í desember Smile Ég ætla hinsvegar að leyfa seríunum að vera uppi þar til í mars eða svo. Nauðsynlegt að lýsa upp skammdegið!

Nú byrjar skólinn í vikunni. Það er staðlota sem ég mæti ekki í. Ég verð í tveimur fögum núna og get ég alveg sagt ykkur að ég nenni ekki að byrja! Skil ekki hverslags leti þetta er eiginlega - en ég hlýt að jafna mig á þessu Wink

jan 051Við tókum okkur rúnt inn í Fannardal í dag. Tók þessa mynd af trjánum inn í Bakkasel. Svo vetrarlegt og óskaplega fallegt finnst mér. Trén svo þung af snjónum.

Er að spá í að byrja aftur með gullkorn dagsins. Hvernig líst ykkur á það? Ég hef svo gaman að svoleiðis. Hér kemur það fyrsta.

- Maðurinn er aldrei stærri en þegar hann krýpur.

Blaise Pascal


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu það er nú bara 5. janúar, óþarfi að byrja fyrr en í næstu viku í skulen ;)

Líst vel á spakmælin!

kv Heiða

Heiða Árna (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 08:44

2 identicon

Gleðilegt ár, gamla mín..

Líst vel á spakmælin þín, alltaf gaman að lesa góð spakmæli.  

Gangi þér vel í skólanum, þetta er örugglega bara vont fyrst og svo versnar það bara...hahahahah djók, þetta verður fínt hjá þér þú ert svo klár...

Síjúleiteralegeiter

Jenný (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 10:38

3 identicon

Falleg mynd af trjánum í Bakkaseli

Anna Bj (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 707

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband