Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Af öllu og engu

Jæja þetta er nú aldeilis búin að vera ljúf helgi. Við fórum í dýragarðinn í gær, sem var auðvitað bara gaman. Alveg elska ég að fara í dýragarða, hef alltaf gert. Gæti alveg setið í heilann dag fyrir framan apana. Ingibjörgu finnst þetta ekki heldur leiðinlegt Smile og er ég búin að heita því að fara með hana í apagarðinn í þýskalandi. þegar við sáum mörgæsirnar rak Ingibjörg upp öskur og hljóðaði "Georg"!! Grin Við ætluðum vitlaus að verða úr hlátri. (þeir sem ekki vita að þá er Georg mörgæsin hjá Íslandsbanka sem var).

Heimir setti upp eldhúsljósið fína sem við keyptum á föstudeginum. Við erum næstum búin að vera hérna í heilt ár og ekki verið með neitt ljós yfir eldhúsborðinu. Höfum alltaf verið að spá í að kaupa en aldrei gert neitt í því fyrr en nú. Kemur svaka vel út og er ég afar ánægð. 

Sept 025Hér er verðandi eiginmaður minn í nýju Bertoni jakkafötunum sínum Cool Hann er ekki ómyndarlegur, það má hann eiga LoL ... og já, hann er MINN!!!! Tounge

Ingibjörg er rétt búin að vera í viku á leikskólanum og er strax komin með hor í nös. Alveg týbískt! Hún hefur ekki verið með neitt í allt sumar! Sem betur fer þolir hún illa að hafa hor, svo hún lætur alltaf vita þegar þarf að snýta henni eða þurrka. Guði sé lof, mér þætti leiðinlegt ef hún væri bara með horið niður undir höku!! Ojbarasta Sick

Heimir er úti að grilla og Ingibjörg að horfa á Söngvaborg. Við munum því borða hreindýr á velupplýstu borði eftir smá, namminamm Wink 

Gullkorn dagsins:

Betra er vel gert en vel sagt.

Benjamín Franklín


Aðlögun

Það er bara búið að ganga vel í aðlöguninni með Ingibjörgu. Hún er eiginlega algjör hetja í mínum augum! Ég var með henni bæði mánudag og þriðjudag en fór klukkutíma í burtu í gær. Hún var auðvitað ekki sátt við að ég skyldi fara en hætti að gráta um leið og ég var farin úr augsýn. Í morgun grét hún ekki einu sinni þegar ég fór, bara kyssti mig bless og allt í góðu!! Smile Mikið er ég glöð. Hún á að borða með þeim í dag og ég sæki hana um 12 leytið. Svo það er bara gleði framundan hjá dömunni... vonandi.

Annars er bara allt fínt að frétta. Nóg að gera í náminu, en ég hlakka til í næstu viku þegar ég fæ nægan tíma til að einbeita mér að þessu. Svolítið óþægilegt að ætla að læra með Ingibjörgu heima. Maður nær ekki alveg að fókusa á efnið, eða mér gengur það allavega illa.  

Sennilega róleg helgi framundan hjá okkur, ætlum reyndar að fara í dýragarðinn. Hlakka til, langt síðan við höfum verið þar.

Jæja, ætla í búðina áður en ég sæki stelpuna. 


Köben

Við erum komin heim. Köben heilsaði með rigningu en svo hefur ekkert rignt meira um helgina og hitastigið verið um 20 stigin. Ferðalagið gekk vel og það var bara mjög ljúft að komast í dótið sitt. Aðeins að ferðatöskukílóunum... jújú við vorum með 100 kg, og eina ferðina enn hleyptu þeir okkur í gegn Grin Heimir sagði að ég væri snillingur í að fá það í gegn sem ég vildi! Held ég geti bara verið sammála honum í því Wink Strákarnir sem voru að innrita sögðust bara vilja eiga inni matarboð... held ég hafi uppá þeim við tækifæri. Segi það og skrifa enn og aftur, Egilsstaðir eru alveg málið!!! Allavega hvað yfirvigtina varðar Tounge

Heimir byrjar í skólanum á morgun, það verður spennandi að vita hvernig það verður allt saman. Við Ingibjörg förum hinsvegar á vöggustofuna. Geri passlega ráð fyrir að við þurfum í gegnum aðra aðlögun. En það kemur í ljós. 

Gullkorn dagsins:

Gættu vel að mínútunum - stundirnar gæta sín sjálfar.

Chesterfield lávarður


« Fyrri síða

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband