Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Senn koma jólin

Ég er farin að hlakka all verulega til jólanna. Það er svo ótrúlega stutt í þau, tíminn þýtur jú áfram. Mikið verður nú gaman! Við erum búnar að plana (já ég og mamma) hvernig við ætlum að hafa þetta allt saman. Hvað verður í matinn og hvar við ætlum að vera. Ég er líka voða spennt fyrir jólasveinadæminu eins og alltaf, og hlakka til að sjá hvernig Ingibjörg bregst við þessu öllu núna, þar sem hún hefur meiri skilning á þessu en fyrir ári síðan. Hlakka til að skreyta allt í íbúðinni, setja seríurnar í gluggana og það allt. Hugsa að ég skreyti um miðjan nóv, kannski fyrr. Er líka búin að ákveða að opna jólakortin UM LEIÐ og þau berast! Fannst ekkert svo mikið fútt í að geyma þau öll eins og mér tókst að gera í fyrra. Frekar bara að opna þau strax. Það verður auðvitað ÆÐI að taka upp pakkana með Ingibjörgu og sjá hvar Ármann Snær verður, þá 5 mánaða. Get ekki beðið eftir að geta farið að hlusta á jólalög, skrifa jólakort og borða smákökur. Mikið er þetta ljúfur tími sem framundan er, dimmt og notalegt, kertaljós og snjór Heart

Ég var á foreldrafundi á leikskólanum áðan og þar var verið að ræða desembermánuðinn og hvað framundan er. Mikið gaman allt saman. Þetta er í fyrsta sinn sem Ingibjörg er á leikskóla hér á Íslandi yfir þennan tíma, svo ég hlakka ægilega til. Hlakka til að syngja með henni jólalög, fara á piparkökudaginn með henni og gera margt fleira skemmtilegt! Svei mér þá, það er bara gleði framundan hjá mér Grin

Ég fer svo í próf 12. des. Ég ætla nú að reyna að halda ró minni yfir því. Held líka að þetta sé nokkuð þægilegt próf, ef þið skiljið hvað ég meina.

Jamm og já, nú fer ég að sofa með gleði í hjarta yfir komandi tímum. Gleðileg jól... meina góða nótt Wink


Spennt

Ég bíð spennt eftir að Grey's byrji aftur. Get bara ekki beðið! Mér sýnist þetta vera alveg sjúklega spennandi, svona miðað við kynninguna. Sýnist á henni að McDreamy slasist ógurlega. Trúi samt ekki að hann deyji, það getur bara ekki verið. Þá væri þetta bara búið.

Langaði bara að deila þessari spennu með ykkur svona rétt fyrir svefninn Wink Góða nótt.


Jammí!

Var að enda við að slafra í mig hriiiikalega góðu eplapæi. Upphitað síðan í gær og er bara betra ef eitthvað er. Fékk uppskriftina hjá Siggu Möggu, vona að henni sé sama þó ég setji hana hér inn Wink Málið er að ég hef verið með þetta á heilanum síðan ég smakkaði þetta í byrjun september. Hef ekki lengur tölu á því hversu oft ég er búin að gera þetta síðan þá. Einfalt og fljótlegt, það leiðinlegasta finnst mér að skralla og skera niður eplin. Og svo ég segi bara eins og dóttirin þegar henni finnst eitthvað gott: "Ég er bara alleg sjúkur í þetta!" Hér er uppskriftin:

200 gr. sykur

200 gr. smjör (ég set 150 gr.)

200 gr. hveiti

Þetta er hægt að setja annað hvort í hrærivél eða hnoða saman.

4-6 græn epli

Eplin sett neðst í eldfast mót, kanilsykri stráð yfir (eftir smekk) og svo ljós súkkulaðispænir (líka eftir smekk). Hægt að nota annað súkkulaði, marsipan og bara það sem manni dettur í hug. Deigið er sett yfir þetta allt saman. Inn í ofn á ca. 180 gráður í ca. 30 mín, eða þar til deigið verður gullið og farið að krauma í þessu. Og svo er auðvitað málið að borða mikið af ís með.

Annað sem ég hef verið með á heilanum í nokkrar vikur núna, er Rommý. Súkkulaðið Rommý. Alveg er það nú himneskt. Skil ekki af hverju ekki er hægt að kaupa STÓRT Rommý. Stórt bara eins og Draumur eða Rís. Eitt er nefnilega ekki nóg, eftir ca. 3 er ég orðin sátt. Sé fyrir mér alveg RISA Rommý og þegar maður bítur í, þá lekur gumsið úr. Ummm... Hef verið að velta því fyrir mér af hverju ég er svona sjúk í þetta og er nokkuð viss um að það er áfengisbragðið! Samt finnst mér áfengi ekki svo gott, jú bjór og hvítvín. Ekki mikið meira og alls ekki Rommý Sideways Annars er ég auðvitað bara sælgætissjúk, hef verið það í mörg ár en er einkar slæm núna. Spurning hvort það tengist eitthvað brjóstagjöfinni. Ég hef náð að trappa niður gosdrykkjuna en ég er alveg týnd í sælgætinu ennþá.

Mamma og pabbi koma heim frá Barcelona á morgun. Hlakka mikið til því mamma fór í barna H&M og keypti ALLT sem ég var búin að skrifa á blað og meira til!! Bara veisla Grin


Komin aftur

Jamm það er langt síðan síðast. Gott að taka sér smá pásu. Ætla ekki að tala um það sem er í ÖLLUM fréttum ALLTAF, ALLA daga. Nenni því ekki.

Í þessum skrifuðu orðum eru allir fjölskyldumeðlimir sofnaðir nema ég. Meira að segja kötturinn liggur upp við mig og andar djúpt. Ég sit hérna frammi með kertaljós og er að horfa á Sex in the City. Sunna lánaði mér allan pakkann en ég hef aldrei séð þetta allt, bara þátt og þátt. Er komin á seríu 2 og finnst þetta hin besta skemmtun. Júlía Rós sendi mér 20 ára afmælisútgáfu Opruh um daginn og það var ÆÐI! Grét nú úr mér augun á köflum. Oprah er mögnuð. Nú langar mig að sjá allar 24 seríurnar og Will & Grace.

Ég var í vettvangsnámi í síðustu viku. Mjög gaman, fer aftur í nóvember. Er enn og aftur búin að skipta um kjörsviðið. Ætla að taka almenna kennslu - miðstigið. Þar er komið inn á flest það sem kennt er, tveir áfangar í íslensku, tveir í stærðfræði *hóst*, náttúrufræði og samfélagsfræði. Held að þetta sé rétt ákvörðun hjá mér, ég get þá bara tekið meira í íslensku eða öðru ef mér líst svo á. Kvíði reyndar stærðfræðinni en ég tek á henni, redda mér hjálp ef ég þarf á því að halda.

Ætli það sé ekki best að skríða í bælið, lesa smá. Njótið sunnudagsins!


« Fyrri síða

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 709

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband