Leita í fréttum mbl.is

Óskir rætast

Sigurlaug virðist vera viss um að ég sé gædd einhverjum yfirnáttúrulegum hæfileikum. Þeir lýsi sér þannig að ef ég bið um eitthvað hérna á blogginu eða tala um það, þá gerast hlutirnir! Happy  Ég hef nú reyndar ekki sömu trú á þessu og hún, en það má þó reyna. Ég bið því um American Style hingað á Austurlandið. Held það gæti alveg borgað sig að opna stað á Egilsstöðum. Nú skulum við bíða og sjá hvað gerist Tounge Quiznos er búið að opna á Reyðarfirði svona ef þið skylduð ekki vita það. Reyndar er afgreiðslan mjööög slow og ekki nærri því allt í boði sem er í borginni, en það er samt betra en ekkert.

En já það er víst kominn ís í bæinn. Mun mæta á staðinn á morgun og fá mér einn. Jammí hlakka til Wink já það þarf lítið til að kæta mig!

Ætla í bælið... á sennilega eftir að dreyma ís og American Style í alla nótt og vakna svo glorhungruð í fyrramálið! Gott að ég er að fara í vinnuna því morgunverðarhlaðborðið niðri á spítala er BARA gott Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

American Style já. Ja hérna hér hvað það kemur mér á óvart. Hef oft borðað þar og einhvernveginn hefur það aldrei náð að heilla mig neitt. Fékk svo einhverja óbeit á staðnum eftir að þeir keyptu Tryggvagötuna þar sem Pizza 67 var til húsa. Var lengi að búa mig í að þora bara yfirleitt þangað inn eftir breytingarnar. Varð fyrir vonbrigðum. Vitaborgarinn mætti hinsvegar opna útibú í Neskaupstað. Það væri mjög svalt. Enda er það best geymda hamborgarabúlla í Reykjavík. Þeir eru að vísu ekki með "pítu" á matseðlinum sínum ;) En er ekki hamborgarabúlla Tómasar örugglega á Egilsstöðum ? Það er nú fínt að borða þar - sérstaklega þegar maður er þunnur ;)

Þoka (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 23:58

2 identicon

Til hamingju með mömmu þína, skilaðu afmæliskveðju til hennar frá okkur.  Mig langar í ís í vél :)

Júlía Rós (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 07:53

3 Smámynd: Úrsúla Manda

Sko málið er að ég borða ekki hamborgara (svona hakk borgara, fæ alveg grænar við tilhugsunina  ) bara kjúklingaborgara! Og kjúklingaborgararnir á Am Style eru hrikalega góðir. Er hægt að fá kjúkl. borgara á Vitabarnum? Og nei Hamborgarbúllunni var lokað, móður minni til mikillar gremju, en hún elskaði búlluna.

Skila kveðju til hennar

Úrsúla Manda , 17.4.2008 kl. 08:47

4 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Elsku Úrsúla á Egilsstöðum tíðkast að opna og loka strax aftur, nema kaupfélaginu. Hvað með Valaskjálf, Hamborgarabúlluna og fleiri staði. Og svo finnst mér Am. Style mjög lélegur staður. Af hverju erum við að kaupa allt frá Reykjavík eða apa upp eftir þeim?

Skilaðu kærri kveðju til mömmu þinnar, ég veit að afmælið var í gær en allur gærdagurinn fór í að hugsa um - hvað heldurðu?

Og svo finnst mér þetta með að óskirnar rætist vera farið að minna óþarflega mikið á Secret!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 17.4.2008 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 696

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband