Leita í fréttum mbl.is

Ekki er öll vitleysan eins :)

Nú er ég hætt að læra og var að fara inn í rúm, þegar ég ákvað að skella mér aðeins á facebook. Nema hvað, þar rakst ég á auglýsingu frá barnaverslun. Ég klikka á linkinn og fer eitthvað að skoða og rekst þá á þetta orð: Typpahattar! W00t Ég get svo svarið það. Ég hugsaði bara, okey, HVAÐ er þetta?? Og útskýringarnar eru meðal annars: koma í veg fyrir óvæntan glaðning á skiptiborðinu, skyldueign fyrir alla strákaforeldra. Jájá - Ég er búin að eiga Ármann í næstum því 5 mánuði og við höfum alveg plummað okkur fínt án typpahatta!! Þó hann spræni nú stundum útí loftið. En það eru semsagt 5 typpahattar í hverjum pakka og það er hægt að fá þá í allskonar litum og með munstri!! Sideways Þið eruð að grínast í mér! Nei ég held að við þurfum ekki typpahatta hér á þessum bæ.

Jæja þetta var ágætis skemmtun svona fyrir svefninn. Góða nótt LoL


Hitt & þetta

Það er svo týpískt að þegar maður á að vera að læra, þá finnur maður sér pottþétt eitthvað annað að gera í staðinn. Svoleiðis er það nú bara - alla vega hjá mér. Og ég er greinilega svo langt leidd að ég blogga frekar en að læra Wink Ég er að klára leiðarbókina mína og ætla að reyna að skila henni í vikunni, það hlýtur að takast. Svo er það bara prófið 12. des.

Það var nóg að gera hjá okkur um helgina. Fórum á laugardaginn og bökuðum piparkökur í leikskólanum með Ingibjörgu. Það var æði! Ég var búin að hlakka svo til og Ingibjörg var alveg hæstánægð með að fara með foreldrum sínum í leikskólann. Við mamma fórum svo með hana í bilaðri snjókomu niður í bæ að sjá þegar kveikt var á jólatrénu. Voða skemmtilegt. Ingibjörg gerði sér lítið fyrir og skellti sér upp á svið með krökkum úr leikskólanum til að syngja. Kom mér mjööög á óvart - en þetta gat hún! Var með það á hreinu að hún myndi harðneita Smile Jólasveinarnir komu auðvitað líka í bæinn. Þeir voru nú frekar svona í lélegri kantinum þetta árið, kunnu ekki jólalögin og héldu ekki lagi frekar en ég veit ekki hvað! Og svo til að kóróna það alveg, þá voru þeir ekki með nema örfáar mandarínur í poka handa öllum þessum börnum sem voru búin að bíða spennt. Ekki skemmtilegt það.

1. í aðventu var ljúfur. Nöfnurnar fóru saman í sunnudagaskólann og svo dvaldi Ingibjörg hjá ömmu sinni og afa þann daginn. Ég bakaði pizzusnúða - það telst til frétta, því ég hef aldrei verið dugleg að baka. Mér hefur aldrei þótt það skemmtilegt. Snúðarnir tókust hinsvegar svo vel að ég hugsa að ég eigi eftir að stunda þetta grimmt Wink

Við ætluðum á jólahlaðborð næstu helgi, en við ákváðum að fresta því um viku. Förum því 12. des. Fínt að fara út að borða þegar prófið er búið - eins gott að mér gangi þá vel! Frostrósirnar eru hinsvegar á laugardaginn og ég er svooo spennt!! Það verður örugglega æðislegt.

Annars er svo stutt í jólin! Þau eru sko bara hinumegin við hornið. Alveg verður það yndislegt Heart

Jæja ætli það sé ekki best að koma sér í bólið. Verð bara dugleg að læra á morgun - á morgun segir sá lati *hóst* Tounge


...

Ingibjörg var hitalaus í gær svo hún fór á leikskólann í morgun. Reyndar ekki fyrr en um hálf 11 þar sem við (- Heimir) sváfum til að verða 10. Hrikalega notalegt svona þegar það er dimmt langt fram eftir morgni.

Tönn númer tvö er komin upp hjá drengnum Wink spurning hvort hann verði með 2 eða 4 tennur um jólin. Já eða bara full tenntur Grin

Ég er byrjuð að lesa bókina Áður en ég dey. Gat reddað mér henni, nennti ekki að bíða lengur eftir að hún yrði inni á bókasafninu. Hún er alltaf úti ásamt hinni bókinni sem mig langar svo að lesa. En já, er nokkuð ánægð með byrjunina.

Nóg að gera hjá okkur um helgina. Piparkökudagurinn á laugardaginn í leikskólanum ásamt því að kveikt verður á jólatrénu niðri í bæ. Á sunnudaginn verður svo sunnudagaskólinn og ætla ég að skella mér með þeim nöfnum, þar sem það er 1. í aðventu. Ohh já 1. í aðventu... yndislegt Heart 

Ég er búin að setja upp allt jólaskraut nema jólatréð. Óskaplega á ég mikið af jóladóti! Setti heilan helling aftur niður í kassa. Hugsa að ég eigi aldrei eftir að geta notað allt jólaskrautið fyrr en ég flyt í 300 fm hús. Í alvöru.

Ætla aðeins að læra. Góða nótt.


Tóti tannálfur!

Já fyrsta tönnin mætti í hús í dag Wink Ármann Snær kominn með fyrstu tönnina rétt rúmlega 4ra mánaða Wizard Hann er sem sagt mánuði á undan systur sinni í þessu. Ég lá uppi í rúmi með börnin þegar ég fann tönnin og hljóðaði auðvitað upp. Sótti skeið og lét klingja í henni svo þetta væri nú alveg á hreinu! Ingibjörgu fannst þetta æði og sagði að nú væri hann orðinn stór og gæti fengið morgunmat Grin Sjáum nú til með það.

Erum búin að eiga náðugan dag. Heimir skellti útiseríunum upp í dag. Þá er seríu uppsetningum lokið þetta árið og bara jóladótið eftir. Það fer upp í vikunni. Við slepptum íþróttaskólanum því Ingibjörg var með hita í gær. Er svo búin að vera hress í dag og fékk að gista hjá ömmu sinni og afa í kvöld. Svo er spurning hvort hún verði hress í fyrramálið svo þær nöfnur geti farið í sunnudagaskólann. 

Fór með börnin í myndatöku til Siggu Þrúðu um daginn. Ferlega flottar myndirnar. Skelli hér einni af tannálfinum. Þetta var með síðustu myndunum sem Sigga tók, hann var orðinn svooo þreyttur og var sko ekki sáttur að vera enn og aftur settur á magann á gæruna! Yndisleg þessa skeifa hans Heart

IMG_9808


Stóri strákurinn minn =)

(Og þá er ég ekki að tala um Heimi). En já það má sko með sanni segja að litli/stóri strákurinn minn dafni vel. Var með hann í skoðun í morgun og er hann orðinn 8,8 kg *hóst* og 68 cm, 4ra mánaða! Grin Hann hefur því "aðeins" þyngst um 800 gr. á 5 vikum, í staðinn fyrir kg eða meira á mánuði eins og hann gerði Tounge Hann er því farinn að taka þetta aðeins meira út í lengdina, sem er bara gott mál. Þegar Ingibjörg var ársgömul þá var hún 8,8 kg!! Eigum við að ræða þetta eitthvað Wink

Ég er að fara á Frostrósir á Eskifjörð núna 6. des. Mikið hlakka ég til. Get ekki beðið eftir að heyra þær taka lagið "Hugur minn fer hærra, hjartað það berst í brjósti mér..." veit ekki hvað það heitir Wink Jii ég fæ alveg gæsahúð við að hugsa um það. Sagði nú við Ragnhildi að hún mætti búast við því að ég sæti grenjandi alla tónleikana. Æji það verður þá bara að hafa það - ég tek bara með mér tissjú. 5. des förum við svo á jólahlaðborð í "nýrri" Egilsbúð, með vinnunni hans Heimis. Hlakka til þess.

Föstudagspizza, Logi í beinni í kvöld og auðvitað kemur mamma til okkar. Íþróttaskóli og sunnudagaskólinn um helgina, annað ekki planað. Góða helgi öllsömul.


Jóla Jóla Jóla Jóla

Lægð yfir blogginu hjá mér. Engin lægð á öðrum vígstöðum hinsvegar. Nóg að gera í skólanum og var ég í vettvangsnámi í vikunni. Bara gaman. Þarf svo að skila inn leiðarbókinni 2. des og svo er það prófið 12. des.

Jólaljósin eru komin upp hjá mér. Mikið er það yndislegt. Kláraði það um síðustu helgi. Nú á ég eftir að setja upp jólaskrautið, ætli ég setji það ekki upp í næstu viku. Hugsið ykkur 1. í aðventu bara eftir rúma viku! Ó þetta er svo dásamlegur tími Heart

Er næstum búin með jólagjafirnar, á smá eftir. Er einnig komin með nokkrar skógjafir, en er að vona að mamma og pabbi fari til Akureyrar svo ég geti fengið mömmu til að versla jólagjöfina hennar Ingibjargar og nokkrar skógjafir þá í leiðinni. Ég ætla að reyna að sitja á mér að byrja á jólakortunum. Það finnst mér svo skemmtilegt, sitja og skrifa jólakort, með kertaljós, hlusta á jólalög og borða smákökur... ó hvað þetta er yndislegt Heart Og já, ég ætla að opna jólakortin UM LEIÐ og ég fæ þau, ekki geyma þau - fékk ekkert út úr því síðast!

Jæja, ég ætla að hlusta á einn fyrirlestur áður en ég fer í háttinn. Aldrei að vita nema að ég bloggi aftur á morgun Wink


Hárið

Mig langar svooo að gera eitthvað róttækt við hárið á mér. Helst að klippa það í millisídd eða klippa á mig topp. Veit samt að ég á hvorugt eftir að gera. Í fyrsta lagi ætla ég að gifta mig með sítt hár (það má hinsvegar Guð vita hvenær það verður, gæti örugglega klippt mig stutt, það yrði orðið sítt aftur þegar að því kæmi) og svo veit ég að þegar ég sæi einhverja með sítt hár að þá myndi ég sjá eftir mínu hári. Já það er ekki alltaf auðvelt að vera vanafastur og þola illa breytingar Wink Við Rósa ræddum þetta reyndar og erum að spá í að reyna að fara milliveg, klippa svona lufsu topp. Veit samt ekki hvað ég geri - kemur í ljós í desember.

Er búin að panta tíma fyrir börnin í myndatöku hjá Siggu. Förum í næstu viku. Mikið hlakka ég til. Ármann er þá á sama aldri og Ingibjörg var þegar hún fór í sína fyrstu myndatöku, eða fjögurra mánaða.

Það er saumaklúbbur hjá mér annað kvöld. Fátt skemmtilegra en að prjóna og spjalla í góðra vina hópi Smile tala nú ekki um þegar það eru kræsingar á borðum líka.

Mikið óskaplega er Mr. Big myndarlegur í Sex and the City. Svei mér þá. Hann minnir mig á mann sem ég þekki. Eitt hinsvegar sem ég þoli ekki við þessa þætti er þegar Carrie er að reykja. Fer svakalega í taugarnar á mér, því mér finnst akkúrat ekkert smart við reykingar. Finnst þetta rosalega glatað.

Farin að lesa - góða nótt.


Skreytingar

Þá er ég orðin einsömul. Já eða svona fyrir utan blessuð börnin. Heimir fór frá mér í morgun - kemur aftur á laugardaginn. Hann er á námskeiðum og að vinna í borg óttans. Öfunda hann svolítið, því nú hef ég allt í einu þörf fyrir að skreppa í borgina. Langar óskaplega í jóladótið í Ikea og í nokkrar útvaldar búðir. Get þó sent Heimi í einhverjar búðir en ég treysti honum ekki fyrir Ikea! Bara ekki að ræða það.

Ég var að spá hvort ég væri eitthvað óeðlileg í sambandi við þessa jólaspennu. Ég veit þó um nokkra sem eru álíka spenntir og ég. Mér finnst ekkert eðlilegra en að vera orðin spennt í október, en sumir telja það bilun. Skil það ekki. Svo skil ég ekki heldur af hverju það "má ekki" setja upp seríur fyrr en fyrsta í aðventu. Sumir halda fast í þessa reglu. Það geri ég hins vegar ekki! Þurfti að sitja á mér í dag að fara ekki niður í bílskúr og sækja seríurnar, það hefði verið voða ljúft, losna þá við suðið í Heimi að ég væri að setja þetta upp allt of snemma! Ég er búin að ákveða að ég ætla að skreyta jólatréð líka snemma. Ekki á Þorláksmessu, heldur fyrr. Við gerðum það í Danmörku og fannst það æði. Af hverju ekki að njóta ljóssins og fegurðinnar á þessum dimmu dögum? Það er aldrei of snemmt að skreyta!

Þá er jólapistill vikunnar frá Smile Kosningarnar í USA á fullu, Obama hlýtur að hafa þetta. Ætla að kíkja aaaðeins (lesist a.m.k. 2 tímar) á facebookið áður en ég fer að sofa. God nat!


Ruslatunnur

Ruslakarlarnir (man ekki annað orð yfir þá sem eru á ruslabílnum) eru alveg að gera mig vitlausa þessar vikurnar. Það virðist vera eitthvað nýtt hjá þeim að snúa ruslatunnunum ÖFUGUM! Þannig að lokið snýr aftur þegar maður ætlar að opna tunnuna - ekki fram, ef þið skiljið mig. Ég bara þoli þetta ekki! Get ekki ímyndað mér ástæðuna, þetta var aldrei svona. Kannski er einhver nýbyrjaður sem nennir ekki að snúa tunnunum rétt, eða veit hreinlega ekki að þær eiga að snúa hinsegin. Veit það ekki. Það er ekki séns í helv.. að ég snúi tunnunni við því mér er meinilla við ruslatunnur. Eitt það leiðinlegasta sem ég geri er að fara út með ruslið, og ég stoppa aldrei lengi við tunnuna. Finnst þetta ógeðslegt og býst alltaf við að eitthvað spretti upp úr tunnunni þegar ég opna hana. En já svona er það nú - er semsagt með tunnufóbíu, og hvað þá ef þær snúa öfugt Wink

Þá er ég búin að koma þessu frá mér. Ætla að fara að prjóna.


Úff...

Ég settist hérna niður með tölvuna í fanginu rétt fyrir klukkan 9. Börnin bæði sofnuð, ætlaði að blogga og horfa svo á eitthvað skemmtilegt og prjóna. En núna 2 tímum síðar hef ég ekki gert neitt annað en gleyma mér á fésbókinni! Ég get svo svarið það! Þetta er þvílíkur tímaþjófur, en alveg hrikalega skemmtilegt Smile Ég ætla að passa mig á morgun að fara ekki inn á þetta, reyna frekar að hlusta á eins og einn fyrirlestur eða svo... og prjóna á meðan Wink

Það er alveg á hreinu að börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Ingibjörg steig ofan á pússlukassa áðan og meiddi sig eitthvað í fætinum. Hún brást við því með því að segja: Á shit! Ég hrökk alveg í kút því þetta má rekja til mín *hóst* Blush Fannst þetta samt frekar fyndið LoL 

Jæja ætla að hætta þessu, ætla að fara að lesa!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 707

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband